Grænlendingar á krossgötum – Opinn fundur Norræna félagsins

Höfuðborgardeild Norræna félagsins býður til opins fundar mánudaginn 10. mars kl. 17:00 á skrifstofu Norræna félagsins við Óðinstorg í Reykjavík. Þar verður fjallað um stöðu mála í Grænlandi í aðdraganda þingkosninga sem fram fara á Grænlandi þann 11. mars.

Undanfarin ár hefur lítið farið fyrir umræðu um Grænland hér á landi, en það breyttist þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir áhuga á að kaupa Grænland vegna hernaðarlegrar og efnahagslegrar þýðingar landsins. Á sama tíma hefur sjálfsvitund grænlensku þjóðarinnar eflst og með henni vaxið vonir um algjört sjálfstæði frá Danmörku.

Kosningarnar 11. mars eru taldar sérstaklega áhugaverðar í þessu ljósi. Allir stjórnmálaflokkar á Grænlandi segjast stefna að sjálfstæði, en ágreiningur snýst um hversu hratt skuli stefna í átt að því marki og hvernig tryggja megi efnahagslega sjálfbærni landsins, sem enn nýtur mikils fjárhagslegs stuðnings frá Danmörku.

Á fundinum munu Bogi Ágústsson fréttamaður og Geir Oddson, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Nuuk, ræða pólitíska stöðu Grænlands, lykilviðfangsefni kosningabaráttunnar og hvaða valkostir blasa við Grænlendingum í framtíðinni.

Undanfarin ár hafa komið upp nokkur erfið mál í samskiptum Grænlands og Danmerkur sem kastað hafa skugga á samskipti innan danska ríkjasambandsins. Á sama tíma eflist sjálfsvitund grænlensku þjóðarinnar og með henni von um algjört sjálfstæði frá Danmörku. Allir stjórnmálaflokkar segjast stefna að sjálfstæði Grænlands.

Það er í þessu ljósi sem kosningar til grænlenska þingsins, Inatsisartu, þann 11. mars nk. eru sérstaklega áhugaverðar. Íbúar Grænlands, sem eru um 56 þúsund, geta valið á milli frambjóðenda frá 7 framboðum, og venjulega ná fjórir flokkar sæti á þingi. Sögulega hafa tveir flokkar á vinstri væng stjórnmálanna ráðið málum á þingi landsins; flokkur núverandi formanns landsstjórnarinnar Muté B. Egede sem nefnist Inuit Ataqatigiit og krataflokkurinn Siumut. Spurning um aukið sjálfstæði frá Danmörku og framtíðartengsl við Bandaríkin er helsta átakamálið í kosningabaráttunni. Deilumálið er hversu hratt á að ganga fram á sjálfstæðisbrautinni og hvernig á að tryggja efnahag landsins sem í dag hvílir á stuðning frá danska ríkinu.

Málefni fundarins:

  • Helstu breytingar frá því að síðast var kosið til þings í Grænlandi

  • Hvaða stjórnmálaöfl/einstaklingar eru að takast á í kosningabaráttunni og hver er afstaða þeirra til sambandsins til Danmerkur og tengsla við Bandaríkin. Önnur átakamál s.s. sjávarútvegur, jarðefni, velferðarmál.

  • Helstu einkenni grænlensk samfélags og samanburður við Ísland og Færeyjar.

  • Breytingar á sjálfsvitund Grænlendinga og afstöðunni til Danmerkur og ríkissambandsins undanfarin ár

  • Efnahagslegar forsendur fyrir sjálfstæði

  • Hvernig koma framangreind atriði fram í þingkosningunum

  • Spurningar og umræður 

    Áætlað er að fundinum ljúki kl 18.00
    Öll velkomin meðan húsrúm leyfir