Dagskrá viðburðarársins

Allir viðburðir sem tengjast Sænsk-íslenska viðburðarárinu 2024—2025 birtast hér.

21. febrúar 2025

Tónleikar Björns Thoroddsen og hins sænska Janne Schaffer sem lék með ABBA nær allan þeirra starfsferil. Tónleikarnir verða í Salnum Kópavogi föstudaginn 21. febrúar n.k.

Gitarleikararnir Björn Thoroddsen og Janne Schaffer leika á tónleikum í Salnum í Kópavogi föstudaginn 21.febrúar 2025 og með þeim verða Jón Rafnsson, bassaleikari, Sigfús Örn Óttarsson, trommuleikari og sænski píanóleikarinn og söngvarinn Jonas Gideon, en hann hefur starfað mikið með Janne Schaffer undanfarin ár og nú sem stendur eru þeir félagar á tónleikaferðalagi um Svíþjóð og leika þar þá tónlist sem Janne hefur sýslað með síðastliðin 50 ár. Sú tónleikaröð nefnist „My Music Story“.

Dagskrá tónleikanna í Salnum mun samanstanda af tónlist eftir Janne Schaffer, - fusion-kennd gítartónlist sem einnig hefur yfir sér skemmtilegan sænskan þjóðlegan blæ og eflaust fær eitthvað ABBA-lag að fljóta með, en hann lék með ABBA nær allan þeirra starfsferil. Tónlist Björns Thoroddsen fær sinn sess, bæði hans frumsamda tónlist og íslensk þjóðlög, en Björn er stofnandi tríósins Guitar Islancio, sem er þekkt fyrir sínar útsetningar á íslenskum þjóðlögum og eitthvað af þeim lögum verða væntanlega á dagskránni í nýjum útsetningum þeirra félaga.

Sjá nánar: https://salurinn.kopavogur.is/.../bjorn-thoroddsen-og.../

11. - 13. október 2024:

Dagana 11.-13. október nk. mun Stockholms Manskör halda þrenna tónleika hér á landi í samstarfi við Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Keflavíkur og Karlakór Selfoss.

Sjá nánar hér og dagskrá tónleikanna.

Það mikill fengur fyrir íslensk tónlistarlíf og þá sérstaklega unnendur karlakóratónlistar að fá Stockholms Manskör (https://stockholmsmanskor.se/) undir stjórn hins þekkta stjórnanda Håkan Sund í heimsókn til Íslands.

Kórinn sem stofnaður var laust eftir síðustu aldamót hefur á að skipa úrvals söngvurum sem margir hverjir sungu áður með hinum heimsþekkta kór Orphei Drängar.

16. mars 2024:

Sænsk páskahátíð

23. júní 2024:

Midsommar, hátíð við Norræna húsið í Reykjavík.

Blómakransar, dans, tónlist.

Lindex og Nocco verða á staðnum með glaðning

Öll velkomin og aðgangur ókeypis

Allar upplýsingar hér: